SKRÁÐU ÞIG Í ELKO-KLÚBBINN OG ÞÚ
GETUR UNNIÐ GJAFABRÉF
AÐ VERÐMÆTI 100.000 KR.
DREGIÐ VERÐUR ÚR SKRÁNINGUM 1. APRÍL 2017
Vinningshafi í desember er Sara M. Tryggvadóttir




Skilmálar ELKO-klúbbsins

  • Við viljum eiga kost á því að hafa samband við þig, t.d. á tölvupósti eða í gegnum síma, í því skyni að miðla til þín tilboðum í ELKO og upplýsingum um vörur og þjónustu ELKO, og aðila sem ELKO velur til samstarfs, sem við teljum að höfði til þín og fjölskyldu þinnar. Einnig viljum við hafa samband við þig til að afla upplýsinga um ýmis málefni er tengjast starfsemi ELKO með það að markmiði að bæta þjónustu okkar enn frekar.
  • Með því að sækja um aðild að ELKO klúbbnum heimilar umsækjandi ELKO að nota allar skráðar upplýsingar, þ.m.t. tölvupóstfang og símanúmer, og vinna með upplýsingar um kaup hans á vörum og þjónustu ELKO í því skyni að stunda markaðssetningu á vörum og þjónustu ELKO og aðila sem ELKO velur til samstarfs.
  • Samþykki á þessum skilmálum er fyrirfram samþykki í skilningi 1. mgr. 46. gr. fjarskiptalaga. Umsækjandi getur ávallt afturkallað þetta samþykki á síðari stigum með því að senda póst á netfangið elko@elko.is eða hafa samband við ELKO í síma 544 4000 í samræmi við fyrirmæli 28. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
  • Öll vinnsla persónuupplýsinga fer fram í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Aðgangur að persónuupplýsingum er takmarkaður við starfsmenn ELKO, aðila sem ELKO velur til samstarfs og vinnsluaðila ELKO sem þurfa á upplýsingunum að halda starfs sína vegna. Allir vinnsluaðilar ELKO og samstarfsaðilar hafa undirritað viðeigandi trúnaðaryfirlýsingu og vinnslusamning í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga. ELKO tryggir þannig vernd persónuupplýsinga í samræmi við lög og reglugerðir um persónuvernd eins og þau eru á hverjum tíma. Þar á meðal með mótun öryggisstefnu um meðferð og öryggi persónuupplýsinga og setningu öryggis- og verklagsreglna eins og krafist er í persónuverndarlögum.
  • Upplýsingar um viðskiptavini í ELKO klúbbnum eru varðveittar meðan viðskiptamenn eru skráðir í klúbbinn og viðskiptahagsmunir ELKO krefjast þess en þó aldrei lengur en lög og reglur mæla fyrir um. ELKO hefur heimild til að breyta skilmálum þessum. Breytingar á skilmálum skulu kynntar eigi síðar en 15 dögum áður en breyttir skilmálar taka gildi og skulu slíkar breytingar birtar með tilkynningu á vef ELKO, í ELKO blaðinu og í verslunum ELKO.